Erlent

Endur­telja at­kvæði í Flórída: „Við fylgjumst náið með“

Til stendur að endurtelja atkvæði í Flórída. Donald Trump Bandaríkjaforseti er heldur ósáttur með þetta nýjasta útspil.

Mjótt er á munum í bæði kapphlaupinu um ríkisstjórasætið og öldungardeildarþingsætið. Fréttablaðið/EPA

Yfirvöld í Flórída-ríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að endurtelja atkvæði til öldungardeildar Bandaríkjaþings og í ríkisstjórnarkosningum. Kosið var á þriðjudag en frambjóðendur hafa ítrekað ásakað hvern annan um svind. Liltu munar á frambjóðendum og samkvæmt lögum ríkisins skulu atkvæði vera talin aftur þegar munar innan við 0.5 prósent á þeim. 

Enn er verið að telja atkvæðin eftir kosningarnar á þriðjudaginn og eins og stendur er afar mjótt á munum. Munur á atkvæðafjölda Rick Scott, repúblikana og núverandi ríkisstjóra, og Bill Nelson, frambjóðanda Demókrata, var einungis 0.15 prósent eftir kosningarnar þar sem Scott hreppti hnossið. Í kapphlaupinu um ríkisstjórasætið var munurinn milli repúblikanans Ron DeSantis og demókratans Andrew Gillum aðeins 0.41 prósent, en DeSantis var með fleiri atkvæði. 

Endurtalningin verður gerð í sérstakri vél og verða úrslit gerð kunn fimmtudaginn næstkomandi þann 15. nóvember klukkan 20 að íslenskum tíma.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var heldur ósáttur með þetta nýjasta útspil og mótmælti því á Twitter-síðu sinni í kvöld. Sagði hann að verið væri að reyna að stela tveimur stórum kosningum í Flórída. „Við fylgjumst náið með!“

Í langflestum ríkum er endanleg niðurstaða komin í hús, en í nokkrum ríkjum, líkt og Flórída, hefur niðurstaðan ekki verið staðfest. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Trump heimsækir brunasvæðin: Tíu þúsund heimli farin

Erlent

Facebook sagt rúið öllu trausti

Erlent

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Auglýsing

Nýjast

Setti tvö Íslandsmet í dag: „Ekkert kjöt, engin mjólk, engin egg“

Íslendingar sólgnir í hrossakjöt: „Ég elska folald“

Einn vann 27 milljónir

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Auglýsing