Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, segir breytingu á þing­flokks­for­manni Sam­fylkingarinnar vera eðli­leg endur­stilling á leik­skipu­lagi flokksins.

„Við höfum talað fyrir breyttum á­herslum, þannig að þetta passaði vel við það í því sam­hengi,“ segir Krist­rún í sam­tali við Frétta­blaðið.

Logi Einars­son var í dag kjörinn sem þing­flokks­for­maður Sam­fylkingarinnar en hann tók við af Helgu Völu Helga­dóttur, sem gengt hafði stöðunni síðan kjör­tíma­bilið hófst.

Krist­rún segir Loga vera mjög hæfan til að sinna starfi þingflokksformanns. „Við erum með gríðar­lega sterkan ein­stak­ling sem er að koma þarna úr frá­farandi for­manns­sæti og mun sinna þessu starfi af prýði,“ segir Krist­rún um Loga.

Logi er ný­hættur sem for­maður flokksins og hafði verið for­maður síðan árið 2016. Logi er þing­maður Norð­austur­kjör­dæmis og tók Krist­rún við af honum á lands­fundi flokksins ný­verið sem for­maður.

Krist­rún segir engin ill­indi vera á milli hennar og Helgu Völu. „Þetta hefur ekkert með per­sónu­lega leik­endur að gera,“ segir hún og bætir við: „Helga Vala er gríðar­lega öflugur þing­maður og verður á­fram í for­ystu í þeim mála­flokkum sem hún hefur verið sterkust í.“

„Það munu allir í þing­flokknum hafa mjög mikil­vægu hlut­verki að gegna í því verk­efni sem fram undan er,“ segir Krist­rún.