V8 Power Stroke dísilvélin fær að halda sér en kemur nú í tveimur aflútfærslum. Grunngerðin verður sú sama og áður en einnig kemur High-Output útgáfa með nýrri forþjöppu sem er aflmeiri og tjúnuð fyrir drátt á þungum eftirvögnum.

Átta tommu afþreyingarskjár er nú staðalbúnaður og 12 tommu í betur búnum útgáfum.

Yfirbygging bílsins er ný en undir henni er ný hönnun á rafbúnaði til að styðja allan þann nýja tæknibúnað sem er í boði. Super Duty-pallbíllinn hefur einnig fengið nýja dempara sem eiga að virka betur þegar bíllinn er ólestaður svo hann virki ekki eins hastur. Hægt verður að fá hann með XL Off Road-pakka en þá kemur hann á 33 tommu dekkjum, með hærra loftinntaki og undirvagn sem þolir meiri vaðdýpt, ásamt grjótvörn undir bílnum og rafstýrðri læsingu á afturdrifi. Pallurinn er endurhannaður með þrepum á hliðum ásamt 2 kW rafbúnaði fyrir raftæki eða rafbúnað á palli.