Sjúkra­tryggingar Ís­lands (SÍ) hafa samið við Reykja­lund og Heilsu­stofnun Náttúru­lækninga­fé­lags Ís­lands (HN­LFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af CO­VID-19 og þurfa á endur­hæfingu að halda.

Í til­kynningu frá SÍ kemur fram að samningarnir eru liður í fjöl­breyttri þjónustu sem verður veitt af heilsu­gæslunni, endur­hæfingar­stofnunum og sjúkra­húsum í sam­starfi við Sjúkra­tryggingar Ís­lands.

Þar kemur einnig fram að skipu­lag þjónustunnar miði að því að þau sem á henni þurfa að halda eigi sem greiðastan að­gang að endur­hæfingu við hæfi. Þannig munu þau sem þurfa á til­tölu­lega ein­faldri endur­hæfingu að halda eiga að­gang að henni innan heilsu­gæslunnar en þau sem þurfa sér­hæfða þjónustu fá hana á Reykja­lundi og á Heilsu­stofnun.

Þá er verið að kanna mögu­leikann á því að bjóða sam­bæri­lega þjónustu á fleiri stöðum og að ef að sér­lega um­fangs­mikillar eða flókinnar þjónustu er þörf verður hún veitt á Land­spítala og Sjúkra­húsinu á Akur­eyri í sam­ráði við CO­VID-göngu­deildir þessar sjúkra­húsa.

Heilsu­gæslan mun vísa sjúk­lingum í þessi sér­hæfðu úr­ræði en einnig geta sér­greina­læknar á sjúkra­húsum og einka­stofum sent til­vísanir til Reykja­lundar og Heilsu­stofnunar.

Í til­kynningunni segir að í dag er þekking um endur­hæfingu sjúk­linga sem hafa veikst af CO­VID-19 tak­mörkuð og að það liggi ekki fyrir á­reiðan­legar upp­lýsingar um, til dæmis, hlut­fall sjúk­linga sem þurfa á endur­hæfingu að halda né upp­lýsingar um það hvaða ein­kenni kalla helst á endur­hæfingar­þjónustu.

Þá segir að al­var­leiki veikinda við sýkingu af völdum kórónu­veirunnar segir ekki endi­lega til um þörf fyrir endur­hæfingu. Þjónustan verður skipu­lögð út frá ein­kennum hvers um sig.

Sér­stök á­hersla verður lögð á greinar­góða skráningu á með­ferðar­mark­miðum og ítar­legt mat á árangri þannig að unnt verði að meta á­hrif með­ferðar með skipu­legum hætti. Á grund­velli þess mats, svo og niður­staðna er­lendra rann­sókna, verður þjónustan þróuð frekar.

Í ljósi þessa er sér­lega mikil­vægt að þjónustan sé vel skipu­lögð og að þeir sem að henni koma hafi með sér ríkt sam­ráð. Reiknað er með að skipu­lag þjónustunnar verði endur­skoðað í haust