Ný reglu­­­­gerð Heil­brigðis­ráðu­neytisins sem tók gildi fyrst janúar tryggir öllum börnum sem fæðast með skarð í efri tann­­­­boga eða klofinn góm endur­­­­­­­greiðslu af 95 prósent af tann­­­­læknis­­kostnaði. Skil­yrði fyrir endur­­­­­greiðslunni er þó að farið hafi fram mat á nauð­­­syn með­­­ferðarinnar. Frá þessu er sagt í frétt á vef Stjórnar­ráðsins.

Í fréttinni segir að skil­yrði fyrir greiðslu­þátt­tökunni sé að mat hafi farið fram á „vanda um­­­­­sækjanda hjá tann­­­lækna­­­deild Há­­­skóla Ís­lands og með­­­ferð talin nauð­­­syn­­­leg og tíma­bær.“

Þetta er sagt vera fyrsta skrefið í að­­­gerðum Svan­­­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, til að lækka greiðslu­þát­töku sjúk­linga. Sam­­­kvæmt þeim að­­­gerðum er á­ætlað að fram­lög til tann­­­læknis­­­þjónustu við börn og líf­eyris­þega verði sam­tals 320 milljónir króna á næstu tveimur árum.