Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu veitti bif­reið eftir­för í nótt eftir að öku­maður bílsins stöðvaði ekki eftir að hafa verið gefið merki um það. Fram kemur í dag­bók lög­reglunnar að eftir­förin hafi hafist í Garða­bæ en endað við lög­reglu­stöðina á Dal­vegi þar sem hann ók á lög­reglu­stöðina og þar með endaði eftir­förin.

Öku­maðurinn var hand­tekinn og vistaður á lög­reglu­stöðinni vegna málsins. Fram kemur í dag­bók lög­reglu að hann ók án réttinda auk þess sem hann er grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis.

Lög­reglan sinnti einnig öðrum málum á höfuð­borgar­svæðinu. Rétt fyrir mið­nætti stöðvuðu þau vinnu verk­taka vegna há­vaða og svo var til­kynnt um mögu­legt inn­brot en á vett­vangi kom í ljós að um fyrr­verandi leigu­taka var að ræða.