Emmanuel Macron, Frakk­lands­for­seti, var sleginn í and­litið af borgara í opin­berri heim­sókn sinni í suð­austur­hluta Frakk­lands nú fyrir skemmstu. Sjá má at­vikið í mynd­bandi hér neðst í fréttinni.

Mynd­bandið gengur nú manna á milli á sam­fé­lagmsiðlum. Þar sést for­setinn labba að hópi fólks á bak­við grind­verk, en hann var að heim­sækja hótel­skólann Tain-l'Hermita­ge, rétt fyrir utan borgina Valence.

Maður slær þá for­setann í and­litið áður en lög­reglan skerst í leikinn. Í frétt á vef BBC kemur fram að tveir menn hafi verið hand­teknir vegna at­viksins. Heyrist í manninum þegar for­setinn er sleginn „niður með Macron-isma.“

Kemur fram í frétt miðilsins að á­rásin hafi þegar verið for­dæmd. Þannig hafi leið­togi vinstri­manna í landinu, Jean-Luc Mélenchon meðal annars lýst yfir stuðningi við for­setann vegna málsins.

Athugasemdir