Fjármálaráðuneyti Þýskalands hefur óskað eftir því að leyniþjónustan BfV kanni tvo starfsmenn sem grunur sé um að hafi tengsl við Rússland.

Það er dagblaðið Die Zeit sem greinir frá þessu en umræddir starfsmenn eru þó ekki nafngreindir.

Ráðuneytið tilkynnti starfsmennina fyrr á þessu ári, en þeir þóttu hafa talað máli Rússa í málum sem tengdust meðal annars þvingunaraðgerðum.

Samkvæmt Die Zeit var bakgrunnur þeirra kannaður, sem og ferðir og ýmis samskipti en engar sannanir fundust um njósnir eða spillingu.

Fjármálaráðuneytið hefur ekki viljað tjá sig um málið en segist vera í góðum samskiptum við BfV, einkum í tengslum við orkumál