Embætti landlæknis hefur gefið út ráðleggingar um morgunnesti fyrir grunnskólanema, samkvæmt þeim ættu öll grunnskólabörn að vera með ávexti og grænmeti í nestisboxinuþ

Þetta kemur fram á vef landlæknis.

Þar segir að börnin séu misjöfn og að ekki dugi öllum að fá einungis ávexti og grænmeti í morgunhressingu. Taka þurfi mið af því hvort barn hafi borðað nægan morgunmat og hversu langt sé í hádegismatinn.

Ráðleggingarnar eru viðmið fyrir morgunhressingu barna og eru sýnd dæmi um hvaða matvæli geti verið heppileg, með ávöxtum og grænmeti, háð mismunandi þörfum barna.

Samkvæmt ráðlegginum landlæknis ættu börn alltaf að hafa með grænmeti og ávexti í skólann, sem dæmi; eplabita, banana, mandarínur, vínber, gúrku, mangó, gulrætur, tómata og fleira.

Hvað varðar aðeins orkumeiri mat til viðbótar við ávexti og grænmeti leggur embættið til ostbita, egg, jógúrt, hrökkbrauð, hafrahringi og þurrkaða ávexti.

Fyrir þá nemendur sem borða lítið í morgunmat eða þau sem vera mjög svöng fyrir hádegismat væri hægt að gera samloku, flatköku eða hrökkbrauð ásamt ávöxtum og grænmeti.

Ráðleggingar landlæknis um morgunnesti grunnskólanema.
Mynd/Skjáskot af vef Embætti landlæknis

Sparinesti

Hvað varðar sparinesti leggur landlæknir til að þeim dögum sé stillt í hóf, tvö til þrjú skipti yfir skólaárið.

Dæmi um sparinesti er meðal annars; kakómjól, ávaxtasafi, snúður, kex, smákökur, samlokur, snakk, poppkorn og saltstangir.

Sparinestið er tilbreyting frá því sem venjulega er en ávextir og grænmeti ættu að vera einnig partur af því.

Óæskilegt nesti eru gosdrykkir, orkudrykkir og sælgæti og samkvæmd vef landlæknis ætti ekki að leyfa það innan veggja skólanna.

Þurfa hlutfallslega meiri orku

Samkvæmt vef landlæknis er mikilvægt að nemendur í grunnskólum borði reglulega svo þau fái orku- og næringarefni jafnt yfir allan daginn, þannig geti þau tekist betur á við verkefni sín.

Þá segir einnig að börn þurfi hlutfallslega meiri orku en fullorðnir þar sem þau eru enn að vaxa og þroskast.