Embætti landlæknis vinnur að samantekt um fjölda þeirra sem hafa greitt gjald fyrir hvers konar afgreiðslu og meðhöndlun á umsóknum um starfsleyfi og sérfræðileyfi.

Nýverið sagði heilbrigðisráðuneytið að landlækni væri óheimilt að leggja gjald á heilbrigðisstarfsmenn sem eru íslenskir ríkisborgarar og hafa fengið faglega menntun hér á landi, vegna umsóknar um starfsleyfi eða sérfræðileyfi.

Embætti landlæknis segir að vinna við að taka saman upplýsingar um þá sem greiddu gjaldið sé tímafrek og flókin. Hún sé unnin í samráði við Fjársýslu ríkisins og heilbrigðisráðuneytið. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um framkvæmd endurgreiðslna.