Elvis Valca, 27 ára gamall karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í síðustu viku, er nú kominn í leitirnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan lýsti fyrst eftir Elvis síðastliðinn fimmtudag en hún hefur ekki viljað gefa upp hvers vegna lýst var eftir honum.