Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning frá konu sem óskaði eftir aðstoð vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita er hún var á leið til vinnu í miðborginni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en maðurinn var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þar segir ennfremur að lögreglan hafi bókað 20 mál frá fimm til ellefu í morgun.

Um klukkan fimm handtók lögreglan mann sem veist hafði að öðrum og veitt honum hnefahögg. Eftirlitsmyndavélar komu upp um manninn sem situr nú í fangageymslu. Áverkar þolandans eru sagðir minniháttar.