Mennta­mála­ráðu­neytið hefur stað­fest til­lögu frá Minja­stofnun og nokkrum velunnurum Há­skólans á Bif­röst um friðun elstu bygginganna á Bif­röst. Þær voru reistar um mið­bik síðustu aldar.


Sig­valdi Thordar­son teiknaði elstu bygginguna á Bif­röst þar sem nú er rekinn veitinga­staður. „Húsið þykir fal­legt og stíl­hreint og ber höfundar­verki Sig­valda fagurt vitni og menningar­sögu­legt gildi gömlu húsanna hér á Bif­röst er mikið,“ segir í til­kynningu skólans.


Kaffi­boð var haldið fyrir velunnara skólans í veislu­sal Bif­rastar í gær þar sem Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, flutti á­varp.