Robert Weig­hton, elsti maður heims lést í gær en Weig­hton var 112 ára gamall þegar hann lést. Hann tók við keflinu sem elsti maður heims síðast­liðinn febrúar af Chitetsu Watana­be sem var 112 ára og 355 daga gamall þegar hann lést.

Heims­meta­bók Guin­ness stað­festi að Weig­hton væri orðinn elsti maður heims í lok mars en hann vildi ekki gera mikið úr af­rekinu og sagði ein­fald­lega að hann væri „venju­legur maður sem vildi svo til að lifði í langan tíma.“

Ótrúleg fyrirmynd


Robert, eða Bob eins og fjöl­skyldan kallar hann, fæddist þann 29. mars árið 1908 í Hull í Eng­landi en hann lést úr krabba­meini á heimili sínu að sögn fjöl­skyldunnar. Hann átti ýmis á­huga­mál og var til að mynda mikil um­hverfis­sinni.

„Bob var ó­trú­legur maður, og frá fjöl­skyldunni séð í rauninni ekki bara vegna þess hvað hann náði ó­trú­legum aldri. Fyrir­mynd okkar allra, hann lifði sínu lífi á­huga­samur um alls kyns fólk frá öllum hornum heims,“ sagði fjöl­skyldan í til­kynningu um and­látið.