Menning

Elsta teikning sögunnar fundin

Ekki hefur tekist að ráða í merkingu 73 þúsund ára teikningar. Mynd/Nature

Vísindamenn við Bordeaux-háskóla í Frakklandi telja sig hafa fundið elstu teikningu heims. Teikningin, eða að minnsta kosti hluti hennar, fannst á steini í Suður-Afríku og einkennist af krossamynstri. Teikningin er talin vera í kringum 73 þúsund ára gömul.

Vísindamönnunum hefur ekki tekist að ráða í merkingu línanna, en þær virðast tilheyra stærri teikningu.

Undanfarin sjö ár hafa vísindamennirnir freistað þess að greina uppruna steinsins en hann fannst þegar fornleifafræðingar rannsökuðu ævaforna örvarodda í helli um 300 kílómetra austur af Höfðaborg.

„Þetta er elsta teikning mannkynssögunnar,“ segir Francesco d’Erruco, einn rannsakenda. Þar til nú hafa fornleifafræðingar talið að elstu teikningar mannskepnunnar sé að finna í hellum á Spáni og í Indónesíu. Þær teikningar eru aðeins 40 þúsund ára gamlar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Aðgerðir til að efla íslenskt mál

Menning

Gömul bjalla fær andlitslyftingu

Menning

Menningarnóttin sem draumur í safnaradós

Auglýsing

Nýjast

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Hundruð hermanna æfa í Sandvík

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Auglýsing