Menning

Elsta teikning sögunnar fundin

Ekki hefur tekist að ráða í merkingu 73 þúsund ára teikningar. Mynd/Nature

Vísindamenn við Bordeaux-háskóla í Frakklandi telja sig hafa fundið elstu teikningu heims. Teikningin, eða að minnsta kosti hluti hennar, fannst á steini í Suður-Afríku og einkennist af krossamynstri. Teikningin er talin vera í kringum 73 þúsund ára gömul.

Vísindamönnunum hefur ekki tekist að ráða í merkingu línanna, en þær virðast tilheyra stærri teikningu.

Undanfarin sjö ár hafa vísindamennirnir freistað þess að greina uppruna steinsins en hann fannst þegar fornleifafræðingar rannsökuðu ævaforna örvarodda í helli um 300 kílómetra austur af Höfðaborg.

„Þetta er elsta teikning mannkynssögunnar,“ segir Francesco d’Erruco, einn rannsakenda. Þar til nú hafa fornleifafræðingar talið að elstu teikningar mannskepnunnar sé að finna í hellum á Spáni og í Indónesíu. Þær teikningar eru aðeins 40 þúsund ára gamlar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Menning

Stundum gaman að hanga

Menning

Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan

Auglýsing

Nýjast

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Leit að látnum gæti tekið vikur

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Deila um ágæti samkomulags

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Auglýsing