Alls hafa sex kennarar greinst smitaðir í Fjöl­brauta­skóla Suður­lands, FSu, og þrír starfs­menn. Þá hafa tveir nem­endur einnig greinst smitaðir. Skólanum var lokað í gær og á­kveðið að kenna í fjar­kennslu út vikuna vegna fjölda smita.

Olga Lísa Garðars­dóttir, skóla­meistari, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þau ætli að taka daginn í dag til að meta hvort að kennt verði í fjar­kennslu í næstu viku líka.

„Við erum ekki búin að taka á­kvörðun en það hnígur frekar í áttina að því að því að halda fjar­náminu á­fram eitt­hvað út vikuna. Við leyfum deginum í dag að líða og sjáum hvað kemur út úr skimun í fyrra­málið,“ segir Olga Lísa.

Hún segir að hún eigi allt eins von á því að fleiri geti smitast meðal nem­enda en út um gluggann sér hún að röðin í sýna­töku á Sel­fossi er orðin nokkuð löng.

Í dag greindust alls 96 smit innan­lands. Þrír eru á gjör­gæslu og einn í öndunar­vél.