Tals­verð aukning var á á nýjum í þjónustu hjá VIRK sem og þeim sem luku starf­sendur­hæfingu. Í til­kynningu kemur fram að alls hófu starf­sendur­hæfingu 2.330 ein­staklingar á síðasta ári, eða 11,4 prósent fleiri en hófu starf­sendur­hæfingu árið á undan. Þá út­skrifuðust 1.595, eða 11,7 prósent, fleiri frá VIRK 2020 en árið 2019.

2.611 ein­staklingar voru í starf­sendur­hæfingar­þjónustu á vegum VIRK um ára­mótin, um það bil jafn­margir og um síðustu ára­mót.

Um ára­mótin höfðu alls 19.358 hafið starf­sendur­hæfingu hjá VIRK frá því að fyrsti ein­stak­lingurinn hóf starf­sendur­hæfingu á vegum starf­sendur­hæfingar­sjóðsins haustið 2009.

Árangur og ávinningur mikill

11.710 ein­staklingar hafa lokið þjónustu, út­skrifast, frá VIRK frá upp­hafi og 76 prósent þeirra eru virkir á vinnu­markaði við út­skrift, eru með vinnu­getu og fara annað hvort beint í launað starf, virka at­vinnu­leit eða láns­hæft nám.

Í til­kynningu segir að árangur og á­vinningur af starf­semi VIRK - fjár­hags­legur og sam­fé­lags­legur - er mjög mikill þar sem starf­semin hefur á undan­förnum ára­tug skilað þúsundum ein­stak­linga í virka þátt­töku á vinnu­markaði.

Árangurinn hefur, meðal annars, verið stað­festur í niður­stöðum Talna­könnunar en þar segir að á­vinningurinn af starf­semi VIRK á árinu 2019 hafi numið 20,5 milljörðum og að reiknaður meðal­sparnaður sam­fé­lagsins á hvern út­skrifaðan ein­stak­ling frá VIRK nam 14,4 milljónum það ár.

Þá sýna þjónustu­kannanir VIRK að þátt­tak­endur eru undan­tekninga­lítið mjög á­nægðir með þjónustuna og telja hana auka veru­lega bæði lífs­gæði sín og vinnu­getu.

Hægt er að kynna sér málið betur hér á heima­síðu VIRK.