Ellefu ein­staklingar greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær og voru sex þeirra utan sóttkvíar. Alls eru nú 132 í ein­angrun með virkt smit og er enginn inni­liggjandi á spítala vegna CO­VID-19.

Ekki hafa greinst svo mörg smit innanlands síðan 23. mars.

Tveir einstaklingar greindust með veiruna á landamærunum en ekki er ljóst hvort um virk smit sé að ræða eða ekki.

Rúm­lega 1200 sýni voru tekin innan­lands í gær og 550 á landa­mærunum. 127 manns eru nú í sótt­kví og 904 í skimunar­sótt­kví.

Fréttin var uppfærð kl. 11:15.