Ellefu fram­boð eru í tveimur kjör­dæmum, en tíu í öðrum. Fram­boðs­frestur til al­þingis­kosninga rann út klukkan 12 á há­degi í dag. Ekki verður þó ljóst fyrr en á morgun hversu mörg fram­boð eru í hverju kjör­dæmi því að það þarf að úr­skurða um lög­mæti fram­boðanna í ein­hverjum kjör­dæmanna.

Sam­fylkingin, Sjálf­stæðis­flokkurinn, Flokkur fólksins, Við­reisn, Píratar, Framsóknarflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt fram­boð, Mið­flokkurinn bjóða fram í öllum kjör­dæmum auk Sósíal­ista­flokksins og Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokksins en flokkurinn Á­byrg fram­tíð býður fram í tveimur kjör­dæmum, það er Reykja­vík norður og Suður­kjör­dæmi.

Búið er að stað­festa lög­mæti lista í Norð­vestur­kjör­dæmi en annars verða fundir á morgun með fram­boðum í kjör­dæmum þar sem að til­kynnt verður um lög­mæti bæði lista og með­mæla sem flokkarnir skiluðu inn með fram­boð­stil­kynningum sínum. Búast má við því að um eða eftir há­degi á morgun verði búið að stað­festa lög­mæti lista um allt land.

Staðfesta flest framboðin á morgun

„Það á eftir að fara yfir þau gögn sem skilað var, það er að segja til­kynningum um fram­bjóð­endur og með­mæli og núna eru þessu skilað bæði raf­rænt og á pappír þannig það þarf að fara yfir þetta og ganga úr skugga um að þetta sé eins og lög gera kröfu um,“ segir Heimir Her­berts­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Reykja­víkur­kjör­dæmi suður, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að allir flokkar fái til­kynningu ef það þarf að gera úr­bætur og flokkarnir fá tæki­færi til að gera þær úr­bætur.

„Svo verður fundur hjá yfir­kjör­stjórnum á morgun, sam­eigin­legur, þar sem að það verður úr­skurðað um lög­mæti fram­boðanna og þau kynnt form­lega,“ segir Heimir.

Hann segir að fundi loknum liggi fyrir hverjir eru í fram­boði til al­þingis­kosninga í kjör­dæminu og að þær upp­lýsingar verði sendar til lands­kjör­stjórnar sem birtir og aug­lýsir þær upp­lýsingar.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá for­mönnum yfir­kjör­stjórna í öðrum kjör­dæmum er ferlið svipað á morgun.

Fréttin hefur verið leiðrétt, í upptalningu framboða vantaði Framsóknarflokkinn.