Alls voru ellefu bæjar­stjórar með yfir tvær milljónir í mánaðar­laun í fyrra. Gunnar Einars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri Garða­bæjar, var með hæstu mánaðar­launin eða tæpar 3,1 milljónir sam­kvæmt á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem lögð var fram í gær.

Gunnar hætti sem bæjar­stjóri eftir sveita­stjórnar­kosningarnar í maí á þessu ári. Almar Guð­munds­son tók við af Gunnari og vermir fimm­tánda sæti listans með 1.766.673 krónur í mánaðar­laun, en þau laun eru frá því að hann var bæjar­full­trúi í Garða­bæ.

Launa­kjör bæjar- og sveitar­stjóra hafa verið mikið til um­ræðu eftir sveita­stjórnar­kosningarnar fyrr á árinu, enda var þá ljóst að ráða þyrfti fjölda nýrra stjórnanda í ýmsum sveitar­fé­lögum.

Í öðru sæti var Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri Reykja­víkur. Hann var einnig með tæpar 3,1 milljónir í mánaðar­laun en það munaði einungis 13 þúsund krónum á mánaðar­launum hans og Gunnars, sem voru þeir einu sem höfðu rúmar 3 milljónir í mánaðar­laun.

Al­dís Haf­steins­dóttir nú­verandi sveitar­stjóri Hrauna­manna­hrepps situr í sjötta sæti listans með 2.235.917 krónur í mánaðar­laun í fyrra, en þau laun eru frá því að hún starfaði sem bæjar­stjóri Hvera­gerðis.

Hér að neðan má sjá mánaðar­laun fimm­tán launa­hæstu fjöl­miðla­mannanna frá því í fyrra eins og þau eru skráð í á­lagningar­skránna:

 • Gunnar Einars­son fyrr­verandi bæjar­stjóri Garða­bæjar var með 3.095.405 krónur í mánaðar­laun.
 • Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri Reykja­víkur var með 3.082.538 krónur í mánaðar­laun.
 • Ást­hildur Sturlu­dóttir bæjar­stjóri Akur­eyrar var með 2.650.320 krónur í mánaðar­laun.
 • Jón Björn Hákonar­son bæjar­stjóri Fjarðar­byggðar og vara­for­maður stjórnar Lands­virkjunar var með 2.379.068 krónur í mánaðar­laun.
 • Sæ­var Freyr Þráins­son bæjar­stjóri Akra­ness var með 2.293.258 krónur í mánaðar­laun.
 • Al­dís Haf­steins­dóttir, sveitar­stjóri Hrauna­manna­hrepps var með 2.235.917 krónur í mánaðar­laun í fyrra sem bæjar­stjóri Hvera­gerðis.
 • Ár­mann Kr. Ólafs­son fyrr­verandi bæjar­stjóri Kópa­vogs var með 2.235.439 krónur í mánaðar­laun.
 • Haraldur Sverris­son fyrr­verandi bæjar­stjóri Mos­fells­bæjar var með 2.200.148 krónur í mánaðar­laun.
 • Regína Ást­valds­dóttir bæjar­stjóri Mos­fells­bæjar var með 2.173.484 krónur í mánaðar­laun í fyrra sem sviðs­stjóri vel­ferðar­sviðs Reykja­víkur­borgar.
 • Ás­gerður Hall­dórs­dóttir fyrr­verandi bæjar­stjóri Sel­tjarnar­nes­bæjar var með 2.048.163 krónur í mánaðar­laun.
 • Rósa Guð­bjarts­dóttir bæjar­stjóri Hafnar­fjarðar var með 2.023.724 krónur í mánaðar­laun.
 • Lilja Einars­dóttir fyrr­verandi sveitar­stjóri Rang­ár­þings eystra var með 1.993.448 krónur í mánaðar­laun.
 • Kristinn Jónas­son bæjar­stjóri Snæ­fells­bæjar var með 1.92.684 krónur í mánaðar­laun.
 • Elliði Vignis­son bæjar­stjóri í Ölfusi var með 1.797.063 krónur í mánaðar­laun.
 • Almar Guð­munds­son bæjar­stjóri í Garða­bæ var með 1.766.673 krónur í mánaðar­laun í fyrra sem bæjar­full­trúi í Garða­bæ.

Frétta­blaðið mun í sam­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­stjóra í dag og næstu daga.