Ellefu ára stelpa lést í gær eftir að hafa orðið fyrir skoti þegar tveir glæpa­hópar hófu skot­hríð í Bronx hverfinu í New York.

Stúlkan var með vin­konu sinni þegar tveir menn á vespu hófu skot­hríð á hóp manna, en eitt skotið hæfði stelpuna í magann.

Hún flúði inn í snyrti­stofu sem var ná­lægt, en það leið yfir hana stuttu síðar. Hún var flutt á spítala þar sem hún lést af sárum sínum.

Fjöldi ung­menna hafa lent í skot­á­rásum í Bronx hverfinu á þessu ári, til að mynda var 11 mánaða stúlka skotin í kinnina þegar hún var í bíl með móður sinni síðast­liðinn janúar.