Éljabakki nálgast nú suðuvestanvert landið. Samhliða mun hvessa og skafa í vestanátt. Fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu verða á milli klukkan 17 og 19 í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu fram í skeyti frá Veðurstofu Íslands. Búist er við því að blint verði, svo sem á Hellisheiði. 

„Frá 16 til 22 má reikna með sviptivindum frá Öræfa austur á Hérað, 40-50 m/s í hviðum.“

Gul stormviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en fyrir norðan og austan er hún appelsínugul. Þar er búist við stórhríð; miklum vindi og ofankomu.

Veðrinu mun slota í nótt.