Eliza Reid forsetafrú mun fylgjast með fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM í Moskvu á laugardaginn. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður víðsfjarri því gamni þar sem hann verður í embættiserindum á Hrafnseyri.

Þar heldur forsetinn hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Hann mun fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á tjaldi ásamt öðrum gestum á Hrafnseyri.

Sjá einnig: Lítið HM-áreiti vegna heimasetu Guðna Th.

Guðni sækir einnig hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, verður viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.

Að landsleiknum loknum mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri.

Forsetinn siglir til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegisá morgun.