Innlent

Eliza verður á Argentínu-leiknum en Guðni á Hrafns­eyri

Eliza Reid for­seta­frú verður við­stödd lands­leik Ís­lands og Argentínu á HM í Moskvu á laugar­daginn. For­setinn horfir á leikinn í beinni á Hrafns­eyri á meðan.

Eliza forsetafrú mun horfa á leik Íslands og Argentínu úr stúkunni í Moskvu en forsetinn fylgist með leiknum af tjaldi á Hrafnseyri. Fréttablaðið/Ernir

Eliza Reid forsetafrú mun fylgjast með fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM í Moskvu á laugardaginn. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður víðsfjarri því gamni þar sem hann verður í embættiserindum á Hrafnseyri.

Þar heldur forsetinn hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Hann mun fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á tjaldi ásamt öðrum gestum á Hrafnseyri.

Sjá einnig: Lítið HM-áreiti vegna heimasetu Guðna Th.

Guðni sækir einnig hátíðarguðsþjónustu í Hrafnseyrarkirkju, verður viðstaddur frumflutning á tónverkinu Blakta eftir Halldór Smárason tónskáld sem kvartettinn Siggi frumflytur og leggja blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.

Að landsleiknum loknum mun forseti flytja ávarp við upphaf Háskólahátíðar á Hrafnseyri.

Forsetinn siglir til Hrafnseyrar frá Reykjavík með varðskipinu Þór og verður lagt af stað síðdegisá morgun. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lítið HM-á­reiti vegna heima­­­­setu Guðna Th.

Stjórnmál

Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima

Innlent

Til skoðunar að ríkis­stjórnin snið­gangi HM

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Eldur í gámi við Laugaveg

Innlent

Enn spáir rigningu: „Hvers­konar ógeð er þetta eigin­lega?“

Innlent

„Held ég hafi sjaldan verið jafn bjartsýn“

Innlent

Sýndu ljósmæðrum samstöðu

Innlent

Bullað um Ís­land: Villur og ýkjur í er­lendum fjöl­miðlum

Innlent

Hissa á að Sanna styðji Eyþór til formennsku

Auglýsing