For­seta­frú Ís­lands, Eliza Reid, fjallar í pistli á Face­book-síðu sinni um hlut­verk eigin­kvenna þjóðar­leið­toga og hvernig þær eru oft á tíðum, í fjöl­miðlum og annars staðar, smækkaðar í fylgi­hluti eigin­manna sinna.

Til­efni pistils Elizu er grein sem skrifuð er af Zoe Willi­ams og birtist á Guar­dian um miðja síðustu viku. Þar segir Willi­ams að eigin­konur þjóðar­leið­toga ættu að hætta að ferðast með þeim á meðan vera þeirra á fundum, eins og G7, er að­eins notuð til að auka góð­vild í garð eigin­manna þeirra, en ekki til að sýna fram á að þær eru sjálf­stæðir ein­staklingar sjálfar.

Eliza segir í pistli sínum, sem hún birti um helgina, að grein Willi­ams hafi snert í henni strengi. Hún segir að nú þegar nokkuð er liðið á 21. öldina þá ættum við að geta gert miklu betur en að gera ráð fyrir því að eigin­konur þjóðar­leið­toga hafi ekkert annað betra að gera en að ganga á eftir eigin­mönnum sínum, skoða list­sýningar og hugsa um börn á meðan eigin­menn þeirra taka á „al­var­legri málum“.

„En, bíddu nú við, er ég ekki ein af þessum konum? Já og nei,“ segir Eliza í færslu sinni.

Hún segir að hún hafi reyni með­vitað að vera ekki á­litin fylgi­hlutur eigin­manns síns, en sé þó á­vallt stolt af því að sjást með honum. Hún segir að þegar hún ferðast með Guðna á við­burði er­lendis reyni hún að bóka sig á við­burði þar sem að hún sjálf tali eða taki þátt í við­burðum á eigin vegum. Þá ferðist hún oft á tíðum ein, bæði er­lendis og hér á Ís­landi. Hún segir að það eigi ekki að taka því sem gefnu að þar sem Guðni sé, sé einnig hana að finna.

„Ég er ekki hand­taska eigin­manns míns, sem á að grípa þegar hann hleypur út um hurðina og er stillt upp með þöglum hætti við hlið hans á opin­berum upp­á­komum,“ segir Eliza í færslunni.

Megi ekki dæma þá maka sem velji sjálf eða sjálfar að vera viðstödd

Þrátt fyrir gagn­rýni segir Eliza að lokum að það megi þó ekki dæma maka þjóðar­leið­toga sem á­kveða að taka þátt í slíkum við­burðum. Ef þær velji sjálfar að vera á staðnum, til að verja tíma með maka sínum, hitta vini, upp­lifa nýja staði, kynna á­kveðin mál­stað eða nokkuð annað, þá sé það þeirra val og gott hjá þeim.

„En þegar sam­fé­lagið á­kveður að nær­vera þessarar ó­kjörnu, ó­launuðu maka sé ein­hvers konar nauð­syn­leg glugga­út­stilling fyrir ríkið, þá er kominn tími til að endur­skoða vonir okkar og væntingar til þessara föru­nauta, sem oftast eru kven­kyns,“ segir Eliza að lokum.

Færslu hennar, ásamt tengli í grein Williams, er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.