Eliza Reid, for­seta­frú, var á­nægð með opin­bera heim­sókn Ram Nath Ko­vind Ind­lands­for­seta og Savita Ko­vind for­seta­frúar en heim­sókninni lauk í gær. Eliza birtir nokkrar skemmti­legar myndir og fjallar um heim­sóknina á Face­book síðu sinni.

„Hér má sjá myndir frá heim­sókninni; mót­töku á Bessa­stöðum, kynnis­ferð að Lamb­haga og í húsa­kynni Mjólkur­sam­sölunnar þar sem for­seta­frúin og föru­neyti hennar kynntist sjálf­bærri og um­hverfis­vænni mat­væla­fram­leiðslu,“ skrifar for­seta­frúin á Face­book.

„Svo eru hér myndir úr há­tíðar­kvöld­verði og ferð til Þing­valla þar sem for­sætis­ráð­herra bauð for­seta­hjónunum til há­degis­verðar. Við Guðni nutum þess að kynna Ís­land og ís­lenska þjóð fyrir þessum á­gætu gestum frá Ind­landi.“

Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Mynd/Facebook