Eðlisfræðivefurinn hefur á Facebook birt grein um rafsegulgeislun. Þar segir að við þurfum hvorki að óttast útvpars- né örbylgjur. „Fáfræði er hins vegar öllu verri.“

Tilefnið er bókun sem Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, setti fram fyrir helgi, þegar tekið var fyrir deiliskipulag fyrir topp Úlfarsfells vegna 50 metra hásfjarskiptamasturs fyrir loftnet. Vígdís lét bóka að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum. 

„Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. 

Meirihlutinn vísaði athugasemdunum á bug og sagði að mikið hefði farið fyrir hræðsluáróðri og dylgjum um málið.

Sjá einnig: Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli

Eðlisfræðivefnum, sem haldið er úti af Eðlisfræðifélagi Íslands, segir á Facebook að frá útvarpsbylgjum stafi afar orkulág geislun, sem sveiflist enn hægar en sýnilegt ljós frá perum eða varmageislun frá brauðrist.“

„Öll geislun sem er orkulægri en útfjólublá geislun kallast ójónandi geislun því hún hefur ekki næga orku til að jóna frumeindir eða sameindir. Almennt séð ætti hún þó að vera okkur hættulaus.“

Bent er á að á þessu hafi verið gerðar ítarlegar rannsóknir, rétt eins og á bóluefni. „Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit. Við þurfum því ekki að óttast útvarps- eða örbylgjur. Fáfræðin er hins vegar öllu verri.“