Innlent

Elísa­bet Rónalds skilar fálka­orðunni vegna Piu

Elísa­bet Rónalds­dóttir hefur á­kveðið að skila fálka­orðunni sinni þar sem Pia Kjærs­ga­ard, hefur hlotið stór­riddara­kross. Hún geti ekki „ verið í riddara­klúbbi með kynþáttahatara.“

Elísabet Rónaldsdóttir, þekktasti kvikmyndaklippari landsins, hefur sent orðunefnd erindi þess efnis að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu eftir að það upplýstist að Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, beri stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Hún geti ekki „verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ eins og hún orðar það.

Elísabet hefur birt bréf sitt til orðunefndar á Facebook með þessum orðum: „Þetta er mér hjartans mál og þó það sé ekki alltaf auðvelt að rugga bátnum er það allt of oft bráðnauðsynlegt. Var að senda þennan póst frá mér og orðan fylgir eftir helgi.“

Bréf Elísabetar til orðunefndar er svohljóðandi:

„Hinn 1. janúar 2016 varð ég þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndagerð. Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt.

Nú var ég að komast að því að nýlega var forseta danska þjóðþingsins afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Pia Kjærsgaard, trúlega hættulegasti og mest sjarmerandi kynþáttahatari norrænna stjórnmála. Hún er orðin stórriddari Íslensku fálkaorðunnar. Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað. Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara.“

Elísabet hefur hefur unnið náið með Baltasar Kormáki í gegnum tíðina og til dæmis klippt Contraband, Djúpið, Mýrina, Brúðgumann og sjónvarpsþættina Ófærð. Þá klippti hún nýlega meðal annars myndirnar íslensku myndirnar Vargur og Svanurinn.

Hún hefur einnig getið sér gott orð í Hollywood þar sem hún hefur til dæmis klippt spennumyndirnar Atomic Blonde, John Wick og nú síðast eina vinsælustu ofurhetjumynd þessa árs, Deadpool 2.

Þetta er mér hjartans mál og þó það sé ekki alltaf auðvelt að rugga bátnum er það allt of oft bráðnauðsynlegt. Var að...

Posted by Elísabet Ronaldsdóttir on Friday, July 20, 2018

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Innlent

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

Innlent

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Auglýsing

Nýjast

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Hafnaði kröfu um lokað þing­hald

Nara hefur af­plánun: „Eitt­hvað gott kemur út úr þessu“

Hinir á­kærðu hafi gengið fram af mikilli heift

Auglýsing