Elísa­bet Bret­lands­drottning er orðin næst þaul­setnust allra þjóð­höfðingja í heimi. Frá og með deginum í dag hefur hún setið í há­sæti sínu í 70 ár og 127 daga.

Eini þjóð­höfðinginn sem nú hefur setið lengur en Elísa­bet er Loð­vík fjór­tándi. Hann varð konungur Frakk­lands fjögurra ára gamall. Elísa­bet hefur því nú tekið fram úr Bhumi­bol Adu­lya­dej, konungi Tæ­lands sem lést árið 2016 en hún jafnaði met hans í gær.

Haldið var upp á 70 ára valda­af­mæli drottningarinnar um ger­vallt Bret­land með fjögurra daga veislu síðustu helgi. Um var að ræða svo­kallað „platínum“ valda­af­mæli (e. platinum jubilee) og er Elísa­bet fyrsti þjóð­höfðinginn í sögu Bret­lands til að geta haldið upp á slíkt.

Ef hin 96 ára gamla drottning verður enn á lífi í maí 2024 mun hún ná að skjóta Loð­vík fjór­tánda ref fyrir rass. Sá sat í 72 ár og 110 daga á milli 1643 og 1715. Elísa­bet varð drottning Bret­lands 25 ára gömul, í kjöl­far and­láts föður hennar, þann 6. febrúar 1952.

Árið 2015 tók hún fram úr lang­ömmu sinni, Viktoríu Bret­lands­drottningu, sem hafði fram að því verið þaul­setnust allra breskra þjóð­höfðingja. Elísa­bet hefur undan­farin ár sinnt æ færri skyldu­störfum og dregið sig frekar í hlé vegna heilsu­fars.