Elísa­bet Sveins­dóttir markaðs­stjóri gefur kost á sér í 3. sætið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Kópa­vogi. Hennar hjartans mál er al­menn vel­ferð íbúa bæjarins með á­herslu á styrka fjár­mála­stjórn.

„Grunnurinn að heil­brigðu bæjar­fé­lagi er styrk fjár­mála­stjórn eða 0% sóun fjár­mála því þannig er hægt að gera svo margt annað sem eykur vel­ferð og vel­sæld íbúa – sem á alltaf að vera #1. Mig dreymir sömu­leiðis um að um­hverfis- og sjálf­bærni mál verði sett af ein­hverri al­vöru á dag­skrá, það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Elísa­bet í til­kynningu.

Elísa­bet hefur búið í Kópa­vogi, á­samt eigin­manni sínum Aðal­steini Jóns­syni, í­þrótta­kennara og þjálfara, í 30 ár. Þau eiga þrjá syni, Arnór Svein, Bjarka og Einar Braga sem búa sömu­leiðis í Kópa­vogi og hafa tekið þátt í öflugu í­þrótta­lífi bæjarins frá blautu barns­beini með mjög góðum árangri.

Árið 2008 stofnaði Elísa­bet, á­samt vin­konum sínum Á allra vörum og hafa þær safnað upp undir einum milljarði króna til hinna ýmsu vel­ferðar­mála.