„Um helgina var Gleði­gangan haldin í fyrsta sinn síðan 2019, en það ár var ég hand­tekið í Gleði­göngunni, eftir að stjórn Hin­segin daga fundaði með lög­reglu og nafn­greindi mig sér­stak­lega sem ógn við öryggi göngunnar. Hvaða ógn ég átti að vera er enn þá ó­ljóst, en hún virðist fyrst og fremst hafa falist í þeirri gagn­rýni sem ég og nokkur önnur höfðum beint að Hin­segin dögum,“ segir að­gerða­sinninn Elín­borg Harpa í stöðu­upp­færslu á Face­book, en hán segist óska þess að stjórn Hin­segin daga taki á­byrgð á málinu og biðjist af­sökunar. Þau hafi haft þrjú ár til að taka þessi skref og loka því sári sem hlaust af hand­tökunni.

Hán segist átta sig á því að stjórn Hin­segin daga hafi þá ekki gert sér grein fyrir því hversu hættu­legt það sé að gefa lög­reglu upp nöfn valda­minni ein­stak­linga og segja þá vera ógn.

„Eftir að hafa átt sam­ræður við stjórnar­með­limi Hin­segin daga, bæði fyrir og eftir hand­töku mína, veit ég að þau hafa aldrei upp­lifað það of­beldi sem lög­reglan beitir,“ segir hán, og bætir við að of­beldið af hálfu lög­reglu hafi bæði verið líkam­legt og and­legt.

Þá telur hán upp þau meiðsl og á­verka sem hlutust af hand­tökunni sem á­verka­vott­orð sýni. Auk líkam­legra á­verka segir Elín­borg Harpa að hán hafi farið í greiningar­við­tal á PTSD.

Niður­stöður sýni að „sál­ræn ein­kenni Elín­borgar í kjöl­far frelsis­sviptingar þann 17. ágúst 2019 sam­svarar ein­kennum sem eru vel þekkt hjá fólki sem hefur upp­lifað al­var­leg á­föll, eins og nauðgun, líkams­á­rás, stór­slys og ham­farir.“

Elínborg Harpa segir það rétta í stöðunni sé að stjórn Hin­segin daga gangist við sínum hlut í máli, taki á­byrgð og biðjist af­sökunar á ein­lægan hátt. Sú af­sökun hafi hins­vegar enn ekki borist.

Þá hafi manneskja sem var í göngu­stjórn Hin­segin daga árið 2019 skrifað langan pistil á Hin­segins­pjallið um at­burði sem voru til þess fallnir að rétt­læta gjörðir stjórnarinnar.

„Pistillinn var skreyttur fínum þráðum rang­færslna, gas­lýsingar og þol­enda­skömmunar. Manneskjan er bæði eldri og mun „hærra sett“ í sam­fé­laginu (bæði stór­sam­fé­laginu og hin­segin sam­fé­laginu) en ég,“ segir hán.

Elín­borg Harpa segist vilja leið­rétta það sem háni finnst mestu máli skipta. Að hán og þau sem á­kváðu að snið­ganga Gleði­gönguna í ár vinni ekki gegn sam­stöðu hin­segin fólks, eins og komið hefði fram í fyrrnefndum pistli.

„Í fyrsta lagi eigum við það öll sam­eigin­legt að vera virk í verk­efnum, að­gerðum og fé­laga­starfi sem miða að því að styðja við og vald­efla annað hin­segin fólk. Í öðru lagi er á­stæðan fyrir því að við snið­gengum gönguna í ár og gagn­rýndum Hin­segin daga árið 2019 ein­mitt sú að sam­staða hin­segin fólks er okkur ó­endan­lega mikil­væg og við viljum ekki missa sjónar af því hvað raun­veru­leg sam­staða hin­segin fólks þýðir, í orði og á borði,“ segir hán, og bætir því við að það þýði að berjast gegn kúgun hin­segin fólks allan ársins hring og að Hin­segin dagar séu þannig skipu­lagðir að jaðar­settasta fólkinu líði vel­komnu, öruggu og vel.

„Það þýðir líka að skipu­leggj­endur há­tíðarinnar bleik­þvoi ekki og sleiki ekki upp em­bætti og stofnanir sem níðast á þeim okkar sem geta ekki verið við­stödd á há­tíðinni vegna fjöl­þættrar mis­mununar og kerfis­bundins of­beldis,“ segir hán.