Elín­borg Harpa Önundar­dóttir, að­gerða­sinni, var í dag sak­felld í öllum á­kæru­liðum í Héraðs­dómi Reykja­víkur. Hún var meðal annars á­kærð fyrir að hafa framið vald­stjórnar­brot með því að sparka í lög­reglu­mann og brotið gegn 19. grein lög­reglu­laga sem kveður á um skyldu að fylgja fyrir­mælum lög­reglunnar.

Elín­borg var dæmd til tveggja mánaða skil­orðs­bundins fangelsis og gert að greiða allan máls­kostnað, samtals 1.150.000 krónur. Hún segist ekki vera búin að á­kveða hvort hún muni á­frýja dómnum. Að­spurð um hvort niður­staða dómsins hafi komið henni á ó­vart segir Elín­borg svo ekki vera.

„Hún var svo sem alveg við­búin því við erum búin að sjá í svo mörg ár hvernig kerfið er að koma fram við að­gerða­sinna og það er ná­kvæm­lega svona. Dómarnir eru ó­geðs­lega illa unnir og orð lög­reglu er tekið sem sönnunar­gagn en ekki vitnis­burður og fólk er bara sak­fellt í röðum. Ég veit eigin­lega ekki hvað þyrfti til að fólk yrði ekki sak­fellt. Þannig þetta kemur ekki á ó­vart en auð­vitað er þetta ó­geðs­lega fúlt og mjög skýr skila­boð til mín að ég eigi bara að hafa mig hæga og alltaf að hlýða öllu sem lög­reglan segir, annars sé bara hægt að setja mig í fangelsi,“ segir Elín­borg.

Á­kærð fyrir að sparka í fætur lög­reglu­manns

Elín­borg var á­kærð í þremur liðum. Meðal þess sem kemur fram í dómnum er að Elín­borg var á­kærð fyrir er að hafa brotið gegn lög­reglu­lögum „með því að hafa, föstu­daginn 5. apríl 2019, ó­hlýðnast fyrir­mælum lög­reglu um að yfir­gefa and­dyri dóms­mála­ráðu­neytisins, að Sölv­hóls­götu 7 í Reykja­vík, er lög­regla vísaði fólki á brott úr and­dyrinu.“

Þá var hún einnig á­kærð fyrir „brot gegn lög­reglu­lögum með því að hafa, mánu­daginn 29. júlí 2019, ó­hlýðnast fyrir­mælum lög­reglu um að yfir­gefa vett­vang og halda för sinni á­fram er lög­regla að­stoðaði al­mennan borgara við verslun 10-11 í Austur­stræti í Reykja­vík“.

Í þriðja á­kæruliðnum, sem er jafn­framt hinn um­deildasti, var Elín­borg á­kærð fyrir ,,brot gegn vald­stjórninni með því að hafa mánu­daginn 11. mars 2019, á Austur­velli, Reykja­vík, sparkað þrisvar sinnum í fætur lög­reglu­mannsins 0516 sem þar var við skyldu­störf með þeim af­leiðingum að hann fann fyrir eymslum.“

Þá var hún loks á­kærð fyrir ,,brot gegn lög­reglu­lögum með því að hafa, þriðju­daginn 19. mars 2019, ó­hlýðnast fyrir­mælum lög­reglu um að fara frá dyrum að aðal­inn­gangi Al­þingis við Kirkju­stræti í Reykja­vík, er lög­regla vísaði fólki á brott til að tryggja að­gengi að Al­þingi.“

Elín­borg neitaði sök í öllum á­kæru­liðum og krafðist þess að vera sýknuð af öllum kröfum á­kæru­valdsins.

Í niður­stöðu dómsins kemur fram að það sé talið „nægi­lega sannað þannig að hafið sé yfir skyn­sam­legan vafa“ þrátt fyrir neitun Elín­borgar „að á­kærða hafi gerst sek um þá hátt­semi sem lýst er í þeim þremur á­kærum sem að framan eru raktar og eru brot hennar þar rétti­lega heim­færð til refsi­á­kvæða“.

Erfitt að treysta réttarkerfinu

Elínborg segist ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún muni á­frýja dómnum en það komi þó til greina.

„Ég þarf bara að hugsa að­eins málið. Það er náttúr­lega ó­geðs­lega erfitt að treysta bara réttar­kerfinu þegar maður sér hvernig það hegðar sér við okkur og við fólk af er­lendum upp­runa sem hefur verið að reyna að berjast fyrir sínum málum fyrir dóms­stólum. Horfa á eftir Freyju Haralds til dæmis, hafa þurft að fara í gegnum þrjú dóm­stig fyrir ein­hver svona beisik mann­réttindi. Maður hefur náttúr­lega alveg ó­trú­lega tak­markaða trú á þessu batteríi en það gæti alveg verið,“ segir Elín­borg.

Þá segir hún að sak­fellingin muni ekki draga kraftinn úr hennar bar­áttu sem að­gerða­sinna.

„Nei, ég vona ekki. Ef eitt­hvað, þá setur þetta örugg­lega bara olíu á eldinn. En auð­vitað getur þetta fælt aðra frá, ég tala bara fyrir sjálfa mig, og ég myndi ekkert neita því að fólki finnst scary að vera með skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm á saka­skránni sinni, það er ekkert grín. Þannig að ég get ekkert talað fyrir aðra og auð­vitað fer ó­geðs­lega mikil vinna fyrir að­gerða­sinna í að vinna í kringum dóms­málið, þó það sé auð­vitað líka á­kveðin vitundar­vakning. Í sjálfu sér þá snýst aktív­isminn bara um að vekja fólk til vitundar um hvernig dóms­kerfið starfar og hvernig lög­reglan starfar og hvernig er verið að beita kúgun og þöggun,“ segir Elín­borg.

Elín­borg Harpa vill koma því á fram­færi að tekið er á móti fram­lögum í styrktar­sjóðinn Styr fyrir þá sem vilja styðja störf að­gerða­sinna.

Sjóðurinn er ætlaður þegar og ef skipu­leggja þarf stuðnings­við­burði, út­búa efni á prenti eða netinu til upp­lýsinga og til að vekja at­hygli á mál­staðnum (réttar­gæslu að­gerðar­sinna) eða greiða þarf lög­fræði­kostnað ein­stak­linga eða hópa sem með að­gerðum sínum hafa barist fyrir rétt­látara sam­fé­lagi innan sviða mann­réttinda-, um­hverfis- og dýra­verndar­bar­áttu eða annarrar réttinda­bar­áttu, eins og segir í lögum fé­lagsins.

Styr – sam­stöðu­sjóður. Kenni­tala: 510219-1550. Reiknings­númer: 0133-26-020574.

Fréttin var upp­færð kl. 11:36.