Elín Björk Jónas­dóttir, hóp­stjóri veður­þjónustu hjá Veður­stofu Ís­lands, varnar fólki frá því að fara í úti­legu á næstu dögum eða svo lengi sem veður­við­varanir eru í gildi. Elín birti skjá­skot af nú­gildandi við­vörunum á Twitter-síðu sinni þar sem hún skrifar meðal annars:

„ég veit það er júní, þetta er Ís­land. Ekki fara af stað með hjól­hýsi, hús­bíla eða tjald­vagna á meðan við­varanir eru í gildi.“

Appel­sínu­gul við­vörun er í gildi á Breiða­firði, Ströndum, Norður­landi vestra og Norður­landi eystra. Gul við­vörun er í gildi á Vest­fjörðum, Mið­há­lendinu og Suð­austur­landi.

Við­varanir munu vera í gildi fram á laugar­dag en talið er að veður muni skána frá og með sunnu­deginum.

Veður­horfur á landinu næsta sólar­hringinn eru vestan­átt 5-13 metrar á sekúndu, létt­skýjað og dá­lítil væta um vestan­vert landið. Hiti verður á bilinu 8 til 17 gráður, hlýjast austan til.

Suð­vestan­átt 8-15 metrar á sekúndu en 15-23 norð­vestan til með stað­bundnum hviðum að 40 metrum á sekúndu. Rigning verður vestan til en annars létt­skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 8 til 24 gráður, svalast á Vest­fjörðum, en hlýjast á Austur­landi.