Elías Pétursson, starfandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í pistli til heimafólks á heimasíðu sveitarfélagsins að hann sækist ekki eftir endurráðningu í starf bæjarstjóra að liðnum ráðningartíma.

Myndun meirihluta í Fjallabyggð milli A-lista jafnaðarfólks og Sjálfstæðisflokks stendur yfir.