Talið er að eldurinn í íbúð í Máva­hlíð í vikunni hafi kviknað út frá potti á elda­vélar­hellu en þetta kemur fram í til­kynningu um málið. Elds­voðinn, sem átti sér stað í kjallara­í­búð 23. októ­ber síðast­liðinn, er enn til rann­sóknar hjá lög­reglu.

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að tveir aðilar sem fluttir voru á slysa­deild hafi verið al­var­lega slasaðir eftir brunann en í til­kynningu lög­reglu kemur fram að þrír aðilar á þrí­tugs­aldri, tveir karlar og ein kona, hafi slasast í brunanum.

„Í grunninn þá er staðan al­var­leg,“ sagði Guð­mundur Pétur Guð­munds­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun. Hann gat ekki gefið frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu en þá lágu elds­upp­tök ekki fyrir.

Til­kynnt var um elds­voðann í kringum klukkan hálf tvö að­fara­nótt mið­viku­dagsins 23. októ­ber og voru slökkvi­liðs­menn fljótir að slökkva eldinn. Mikill reykur var í í­búðinni en reykka­farar fundu tvo ein­stak­linga inni í í­búðinni sem var síðan bjargað út í gegnum glugga í­búðarinnar.