Slökkvi­liðið var kallað út vegna elds­voða í rusla­tunnu á bak við Lækjar­skóla í Hafnar­firði.

„Það kviknaði í rusla­tunnu. Það var allt og sumt,“ sagði Bernódus Sveins­son hjá slökkvi­liðinu.

Hann sagði að að­stæður hafi litið skugga­lega út til að byrja með.

„Það voru fjórir bílar kallaðir út. Hann sem hringdi hafði miklar á­hyggjur og það var eldur þegar við komum á svæðið,“ sagði Bernódus.

Hann segir að mikill svartur reykur hafi komið frá ruslatunnunni, en slökkvi­liðið var fljótt að slökkva eldinn .

„Að lokum var bara einn bíll sem kláraði verkið,“ sagði Bernódus.

Fréttablaðið/Aðsend mynd
Fréttablaðið/Aðsend mynd