Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan níu í morgun um eld í húsgrunni á Laugavegi 73. Áður stóð lítið hús sem byggt var árið 1903 á reitnum þar sem eldurinn kviknaði. Húsið á sér langa sögu og hýsti nú síðast veitingastaðinn Kjallarann. Húsið var fjarlægt vegna framkvæmda fyrir nokkru síðan og eldurinn sem um ræðir reyndist aðeins vera rusl á grunni hússins.

Slökkvilið frá nokkrum stöðvum var ræst út þegar tilkynnt var um eldinn en tveimur hópum var snúið við aftur þegar umfang eldsins kom í ljós. Vel gekk að slökkva í ruslinu og aðgerðinni lauk á tíunda tímanum í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Einn slökkvibíll var á vettvangi.
Fréttablaðið/Sigtryggur
Ekki hefur komið fram hvort um mikið tjón sé að ræða.
Fréttablaðið/Sigtryggur
Tilkynnt var um eld á Laugavegi 73 um níuleytið í morgun.
Skjáskot af vef ja.is