Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á áttunda tímanum um eldsvoða í íbúðablokk við Skúlagötu.

Að sögn varðstjóra reyndist eldurinn hafa kviknað út frá grilli á svölum á þriðju hæð hússins. Einnig kviknaði í timburklæðningu á utan á húsinu.

Slökkviliði gekk greiðlega að ná tökum á eldinum. Einungis tíu til fimmtán mínútur liðu frá því að slökkvilið kom á vettvang og búið var að slökkva allan eld um korter fyrir átta.

Rúmlega átta var unnið að því klára frágang og afhenda lögreglu vettvanginn.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:11.