Eldur kom upp í Funalind 1 í Kópavogi um fimmleytið í dag en þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri í samtali við Fréttablaðið. Um er að ræða fjölbýlishús. Tekur hann fram að mikið álag sé á slökkvilið sem meðal annars tekur þátt í aðgerðum vegna rútuslyssins á Suðurlandi.

Uppfært kl. 18:32:

Efstu hæðir hússins voru rýmdar en eldur kom upp í þaki þess um fimmleytið í dag.

Engin hætta er enn á ferðum en slökkvistarf er enn í gangi þar sem verið er að rífa plötur af þakinu og ganga úr skugga um að engar glæður lifi í þakinu.

Verið er að hleypa íbúum hússins aftur þangað inn en ekki er víst hvernig eldinn bar að.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir