Tals­verður eldur er í dekkjakurli í urðunar­stöð Sorpu í Álfs­nesi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu kviknaði eldurinn um helgina og gekk vel að ráða niður­lögum hans en svo í morgun blossaði hann aftur upp.

„Við fórum fyrst í þetta á laugar­daginn og náðum að kæfa eldinn niður en síðan hefur þetta verið að grassera undir og braust aftur út í morgun. Þá mjög mikið. Ein­hverjir hundruð fer­metrar af dekkjakurli. Eldurinn er mjög erfiður að eiga við og þarna er austan­strekkingur og mikið reykjar­kóf sem fylgir þessu,“ segir Stefán Kristins­son hjá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Mikinn reyk leggur frá eldinum sem Stefán segi að sé kol­svartur og „ó­geðs­legur“.

Hann segir að það komi oft eldar upp á svæðinu sem að starfs­fólk sé mjög dug­legt að slökkva í sjálft, en þegar þeir verði svo stórir þá komi slökkvi­liðið til að­stoðar.

Stefán segir að verkið mjakist. Það séu stór vinnu­tæki á svæðinu sem séu notuð til að moka yfir eldinn. „Við vonumst til þess að það virki. Ég býst við því að við verðum eitt­hvað þarna fram eftir morgni,“ segir Stefán að lokum.