Eldur kom upp í smá­í­búðar­hverfinu við Grens­ás­veg á sjöunda tímanum í dag en slökkvi­lið var kallað út á vett­vang og hefur nú slökkt eldinn.

Að sögn varð­stjóra hjá slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins kviknaði eldur í þvotta­húsi sem stað­settur var í kjallara fjöl­býlis­húss í hverfinu.

Að­spurður segist varð­stjórinn ekki vita hvort og þá hversu mikið tjón hafi orðið við eldinn en stað­festir að enginn hafi slasast við at­vikið.

Slökkvi­liðs­menn eru nú við það að ljúka störfum á vett­vangi.