Brunavarnir Árnessýslu berjast nú við eld í sumarbústað við Biskupstungnabraut. Samkvæmt upplýsingum frá Hauki Grönli, varaslökkviliðsstjóra er bústaðurinn talinn vera mannlaus. Mikið af gróðri er í kringum húsið, en Haukur segist ekki vita til þess að kviknað sé í honum.

Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að mikill gróður sé í kringum bústaðinn en ekki sé kviknað í honum enn. „En það er mikill hiti og við erum með dælubíl og tankbíl á leiðinni til að bregðast við.“

Hann segist ekki telja hættu vera á að eldurinn breiðist út í nálæga sumarbústaði.

„En fyrstu menn eru bara að lenda á vettvangi núna. Þannig að ég er ekki með meiri upplýsingar.“