Lög­reglu barst til­kynningu um eld í Fram­heimilinu á ellefta tímanum í gær en þegar að var komið þá reyndist eldurinn vera í rusla­gám við húsið og lítil hætta var á vett­vangi.

Þetta er á meðal þess sem kem­ur fram í dag­­bók lög­regl­unn­ar á höfuð­borg­ar­­svæðinu.

Þar kem­ur einnig fram að á tí­unda tím­an­um í gær­­kvöldi hafi til­­kynn­ing um lík­ams­á­rás í Hafnar­f­irði borist. Meiðsli þolanda voru þó ekki tal­in al­var­­leg. Engu að síður gistir ger­and­inn nú í fanga­­geymslu þar til unnt verður að ræða við hann en ger­and­inn var und­ir á­hrif­um þegar hann var hand­­tek­inn

Þá var einnig til­kynnt um þjófnað á mat­vörum úr verslun í vestur­bæ Reykja­víkur á áttunda tímanum. Gerandi var farinn af vett­vangi en lög­reglu­menn þekktu við­komandi eftir skoðun á mynd­efni úr öryggis­mynda­vélum.

Sam­kvæmt lög­reglunni var mjög ró­legt eftir mið­nætti og einungis 4 minni­háttar að­stoðar­beiðnir að ræða.