Eldur kom upp í raðhúsi á Hlíðarvegi í Njarðvík í dag. Meðvitundarlaus maður var í íbúðinni þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á svæðið. Hann er nú á leið til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Ekki er meira vitað um ástand mannsins að svo stöddu.

Brunavarnir Suðurnesja staðfestu þetta í samtali við Fréttablaðið í dag. Þeim barst tilkynning um eldinn klukkan 15:41 og voru fljótir á svæðið. Vel gekk að eiga við eldinn, sem var ekki mikill, og er nú búið að slökkva hann. Verið er að reykræsta íbúðina og ganga frá á svæðinu.

Við komu slökkviliðs fannst meðvitundarlaus maður í íbúðinni. Honum var strax náð út og komið fyrir í sjúkrabíl, sem er nú á leið til Reykjavíkur. Brunavarnir Suðurnesja kváðust ekki vita meira um ástand mannsins eða hvort hann væri mjög illa haldinn. Þá er enn ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði