Einn maður var flutt á slysa­deild vegna gruns um smá­vægi­lega reyk­eitrun vegna elds í Arnar­smára í Kópa­vogi í nótt um klukkan 4.27.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá vakt­hafandi varð­stjóra hjá Slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins var það ná­granni mannsins sem heyrði í reyk­skynjara í næstu íbúð og til­kynnti það til slökkvi­liðsins.

Hann segir að um stað­bundinn eld hafi verið að ræða og að slökkvi­lið hafi verið mjög fljótt að slökkva hann.