Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu var kallað til vegna elds í í­búðar­hús­næði á Fram­nes­vegi í Reykjavík.

Tals­verður við­búnaður er á svæðinu og er búið að girða götuna af. Þrír slökkvi­liðs­bílar er á götunni en þá fóru tveir sjúkra­bílar einnig á vett­vang.

„Við erum í smá eld á Fram­nes­vegi í þaki sem er þar. Þurfum að rífa smá þakið til að komast að eldinum og hindra út­breiðslu og annað,“ sagði vakt­maður hjá slökkvi­liðinu þegar Frétta­blaðið hafði sam­band.

Sjá má slökkviliðsmenn vinna í því að rífa þakið á mynbandi hér að neðan.