Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna elds í íbúðarhúsnæði á Framnesvegi í Reykjavík.
Talsverður viðbúnaður er á svæðinu og er búið að girða götuna af. Þrír slökkviliðsbílar er á götunni en þá fóru tveir sjúkrabílar einnig á vettvang.
„Við erum í smá eld á Framnesvegi í þaki sem er þar. Þurfum að rífa smá þakið til að komast að eldinum og hindra útbreiðslu og annað,“ sagði vaktmaður hjá slökkviliðinu þegar Fréttablaðið hafði samband.
Sjá má slökkviliðsmenn vinna í því að rífa þakið á mynbandi hér að neðan.