Eldur kviknaði út frá flugeldasýningu sem haldin var í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn var talsverður en slökkvilistarf hefur gengið vel.

„Hér skíðlogar brekkan eftir flugeldasýninguna," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í myndbandi sem hún birti af eldsvoðanum.

„Þetta er búið að vera alveg rosalegt. Slökkviliðið er búið að ná tökum á þessu, sem betur fer,“ segir hún enn fremur, en blaðið hefur ekki náð tali af Brunavörnum Árnessýslu, né lögreglunni á Suðurlandi vegna málsins.

Þúsundir heimsóttu Hveragerði í dag, ekki síst vegna Ísdagsins vinsæla sem haldinn er af Kjörís á hverju ári. Myndband Aldísar má sjá hér fyrir neðan.

Posted by Aldis Hafsteinsdottir on Saturday, August 17, 2019