Eldur kviknaði í hjólhýsi á bílaplani við HB Granda nú á fimmta tímanum en gríðarlegan reyk lagði frá bílnum og skíðlogaði í honum, líkt og sjá má í myndbandi hér fyrir neðan. Lögreglan lokaði götunni á meðan slökkvistarfi stóð.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins en einn bíll var sendur á vettvang og gekk slökkvistarf vel. Engan sakaði en skemmdir urðu á nærliggjandi bíl.

Áður stóð að eldur hefði kviknað í húsbíl en það reyndist vera hjólhýsi. Fréttin hefur verið uppfærð.