Innlent

Eldur kviknaði í hjól­hýsi á bíla­stæði á Granda

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Granda og skíðlogaði í hjólhýsinu en slökkvistarf gekk vel.

Eins og sjá má skíðlogar í bílnum. Fréttablaðið/Aðsend mynd

Eldur kviknaði í hjólhýsi á bílaplani við HB Granda nú á fimmta tímanum en gríðarlegan reyk lagði frá bílnum og skíðlogaði í honum, líkt og sjá má í myndbandi hér fyrir neðan. Lögreglan lokaði götunni á meðan slökkvistarfi stóð.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að tekist hafi að ráða niðurlögum eldsins en einn bíll var sendur á vettvang og gekk slökkvistarf vel. Engan sakaði en skemmdir urðu á nærliggjandi bíl.

Áður stóð að eldur hefði kviknað í húsbíl en það reyndist vera hjólhýsi. Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Innlent

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Innlent

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Auglýsing