Eldur kom upp í fyrir­tæki á Fiski­slóð í nótt og var eldurinn bundinn við þak hússins þegar slökkvi­lið kom á vett­vang. Mikinn reyk lagði frá þakinu sem tengdist strompi hans.

Ekki reyndist mikill eldur í þakinu en tölu­verður reykur og þurfti að rífa svæðið í kringum strompinn. Að því er fram kemur í skeyti Slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu tók slökkvi­starf vel á fjórðu klukku­stund.

Í húsinu er fyrir­tækið Lava Show með sýningu en eins og nafnið gefur til kynna geta gestir þar meðal annars séð glóandi hraun renna.

Mynd/Anton Brink
Mynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins